fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Pressan

Hvað vissi hún mikið?: Cathy horfði á mann sinn misþyrma vændiskonum og fann nályktina úr kjallaranum sem henni var bannað að koma nálægt

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 22. desember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cathy Wilson var aðeins 16 ára þegar að hún kynntist Peter Tobin, sem var henni tuttugu árum eldri. 

Hún flutti inn til hans eftir aðeins tveggja vikna kynni, varð svo að segja ófrísk strax, og giftist honum innan örfárra vikna.  Hún var þriðja eiginkona hans

Hinn breski Peter Tobin er grunaður um að hafa myrt um tuttugu ungar konur.

Cathy var aðeins 16 þegar hún giftist Tobin sem hún eignaðist fljótlega son með.

Cathy var aðeins gift Tobin í þrjú ár en á þessum örfáu árum varð hún fyrir slíkum andlegum og líkamlegum misþyrmingum að olli henni varanlegum skaða á sál og líkama.

Lét konu sína horfa á misþyrmingarnar 

Tobin kom heim með vændiskonur og neyddi Cathy til að horfa á hann berja þær og nauðga en Cathy sver að hún hafi aldrei séð hann myrða. Hún heldur einnig fram að henni hafi aldrei dottið í hug að maður hennar væri fær um slík illvirki.

Tobin fylgdist með hverju skrefi Cathy og hótaði að myrða nýfæddan son þeirra ef hún yfirgæfi hann. Hann veifaði meðal annars ungabarninu yfir stigahandrið til að sýna Cathy að honum væri full alvara með hótun sinni.

Tobin bannaði Cathy að fara niður í kjallara húss þeirra og Cathy þorði aldrei að ganga gegn skipunum manns síns. En hún fann greinilega fnykinn sem barst upp frá kjallaranum auk þess sem niðurfall hússins virtist alltaf verið stíflað af einhverju ástæðum.

Það er vitað að Tobin hélt sumum af fórnarlömbum sínum föngnum í kjallaranum áður en hann myrti þær.

Peter Tobin á yngri árum.

Skilnaður og fangelsun

Þegar að Cathy loksins þorði að flytja út frá Tobin leyfði hún honum samt sem áður að koma hvenær sem hann vildi, ýmist til að hitta son þeirra eða stunda með henni kynlíf.

Þær heimsóknir hættu fyrst þegar að Tobin var dæmdur í 14 ára fangelsi árið 1993 fyrir fíkniefnamisferli og kynferðisbrot gegn tveimur fjórtán ára stúlkum.. Honum var þó sleppt 2004 en aðeins örfáum dögum eftir að Tobin fékk frelsið var hann grunaður um aðild að hvarfi ungrar stúlku, sem þó tókst ekki að sanna á hann.

Lögregla hafði þó auga með Tobin, þess fullviss að hann væri morðingi þótt að fullnægjandi sannanir væru ekki fyrir hendi.

Tobin bar dæmdur fyrir morðin á Angeliku Kluuk, Vicky Hamilton og Dinah McNicol.

Dómur á dóm ofan

Árið 2007 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð á 21 árs stúlku árið áður. Þegar að garður í húsi sem hann hafði búið í árið 1991 fundust lík tveggja táningsstúlkna sem höfðu horfið sama ár.

Árið 2008 fékk dóm upp á 30 ár fyrir morð á enn einni stúlku og árið 2009 fékk hann annan lífstíðardóm fyrir morð á tveimur öðrum unglingsstúlkum.

Lögregla er nokkuð viss um að Tobin hafi myrt í það minnsta tuttugu ungar konur en sjálfur sagði Tobin síðar að hann hefði 48 morð á samviskunni.

Peter Tobin

Peter Tobin lést í fangelsi 8. október síðastliðin og sagðist Cathy fagna dauða hans.

En hvað vissi Cathy mikið? Á það ber að líta að hún var gift Tobin frá sextán til nítján ára aldurs og fremur barnaleg í ofanálag.

Aftur á móti varð hún ítrekað vitni að skelfilegum misþyrmingum hans á konum og hvernig gat hún litið framhjá sterkri nályktinni sem barst úr kjallaranum?

Heyrði hún aldrei í stúlkunum sem þar var haldið föngnum?

Cathy ásamt Daniel, syni hennar og Peter Tobin. Bæði segjast þau afar glöð yfir fráfalli hans í október síðastliðin.

Var hún í raun það barnaleg að gruna aldrei mann sinn um morð? Eða var hræðsla hennar slík að hún þorði ekki að segja frá grunsemdum sínum, eða jafnvel vitneskju, um morðin?

Cathy, sem nú er 52 ára, heldur enn fast við sögu sína svo líklega munum við aldrei vita hið rétta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar