Eintracht Frankfurt var óvænt boðið að fá stórstjörnuna Cristiano Ronaldo fyrr á þessu ári er hann reyndi að komast burt frá Manchester United.
Ronaldo reyndi að finna sér nýtt félag í sumar og þá lið sem spilar í Meistaradeild Evrópu.
Axel Hellman, stjórnarformaður Frankfurt, hefur staðfest það að Frankfurt hafi einnig fengið símtal um leikmanninn sem var til sölu.
Ronaldo er í dag án félags eftir að hafa rift við Man Utd en hann mun skrifa undir í Sádí Arabíu að öllum líkindum.
Frankfurt er alls ekki besta lið Þýskalands en að spila í Meistaradeildinni virðist hafa verið nóg svo Ronaldo væri opinn fyrir því að semja.
,,Okkur var jafnvel boðið að fá hann. Ég er með það á tilfinningunni að öllum liðum í Meistaradeildinni hafi verið boðið það sama,“ sagði Hellman.