Við eigum vonandi von á veislu í kvöld er tvö stórlið Englands spila við hvort annað í 16-liða úrslitum deildabikarsins.
Um er að ræða tækifæri á að tryggja síðasta sætið í 8-liða úrslitum en keppnin hefur verið spiluð í þessari viku.
Leikið er á Etihad vellinun í Manchester þar sem heimamenn í Manchester City taka á móti Liverpool.
Liverpool fagnaði sigri í keppninni á síðustu leiktíð en Man City hefur gert það gott í henni undanfarin ár.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Man City: Ortega; Lewis, Akanki, Laporte, Aké; Rodri, De Bruyne, Gündoğan; Mahrez, Palmer, Haaland.
Liverpool: Kelleher; Milner, Gomez, Matip, Robertson; Bajcetic, Elliott, Thiago; Salah, Carvalho, Darwin.