Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, hefur kveikt í þeim sögusögnum að Joao Felix sé á förum frá félaginu.
Simeone segir að enginn leikmaður sé ómissanlegur í liði Atletico og að Felix gæti farið er janúarglugginn opni eða þá næsta sumar.
Felix er orðaður við Manchester United en hann lék með Portúgal á HM í Katar en hefur að sama skapi ekki staðist allar væntingar á Spáni.
,,Það er enginn ómissanlegur og það sem gerist mun gerast,“ sagði Simeone í samtali við blaðamenn.
,,Hann átti gott HM og hjálpaði liðinu í að skora mörk. Vonandi fáum við besta Joao til baka sem fann sig á mótinu.“
,,Vonandi getum við gefum honum smá frið og leyft honum að spila eins og hann fékk að spila á HM.“