fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Depay að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. desember 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle er tilbúið að bjóða tuttugu milljónir evra í Memphis Depay, sóknarmann Barcelona og hollenska landsliðsins.

Það er spænski miðillinn Mundo Deportivo sem greinir frá þessu.

Depay er 28 ára gamall og er samningsbundinn Barcelona út þessa leiktíð. Hann er hins vegar tilbúinn að yfirgefa félagið í janúar.

Barcelona er að öllum líkindum til í að leyfa honum að fara. Depay er í aukahlutverki á Nývangi.

Galatasaray hefur sýnt Depay mikinn áhuga. Hann er hins vegar ekki til í að taka skrefið til Tyrklands á þessum tímapunkti ferilsins.

Endurkoma í ensku úrvalsdeildina gæti því heillað. Leikmaðurinn var áður á mála hjá Manchester United. Newcastle gæti boðið upp á það.

Depay er nýkominn af Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Þar fór liðið í 8-liða úrslit.

Kappinn hefur verið á mála hjá Barcelona síðan sumarið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir