Íþróttaárið var gert upp í Íþróttavikunni með Benna Bó þetta skiptið. Íþróttastjóri Torgs, Hörður Snævar Jónsson, mætti í settið ásamt þeim Val Gunnarssyni, Braga Þórðarsyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.
Tom Brady er ekki á þeim buxum að hætta í NFL þrátt fyrir að vera orðinn 45 ára gamall. Eiginkona hans Gisele Bündchen er allt annað en sátt og eru þau að skilja. Þetta var rætt í þættinum og Hörður vildi kenna Cristian Ronaldo um.
„Hann er til í að svíkja konu og börn til að kasta bolta lengur. Ég held að það hafi farið eitthvað úr sambandi þegar hann hitti Cristiano Ronaldo á Old Trafford,“ sagði hann.
Bragi hefði viljað heyra spjall þeirra.
„Ég hefði viljað vera fluga á vegg þarna. Þetta eru tveir öfgakenndustu manneskjur allra tíma.“
Umræðan í heild er hér að neðan.