Hinn magnaði Pele mun vera á sjúkrahúsi yfir jólin en krabbamein sem hann er með hefur verið að ágerast og gert hann veikari.
Dóttir hans biður fólk um að biðja fyrir heilsu hans næstu daga á meðan hann háir harða rimmu við meinið.
„Ást ykkar til hans, sögurnar og bænirnar eru það sem hjálpar okkur að vita að hann er ekki einn,“ segir Kely Nascimento dóttir Pele
Pele er 82 ára gamall en hann hefur í eitt ár barist við meinið. Hann fékk svo COVID-19 ofan í þá baráttu sem hefur ekki hjálpað.
Læknar segja að vel sé fylgst með Pele og að hann fái góða umönnun á sjúkrahúsinu í Sao Paulo.