Íþróttaárið var gert upp í Íþróttavikunni með Benna Bó þetta skiptið. Íþróttastjóri Torgs, Hörður Snævar Jónsson, mætti í settið ásamt þeim Val Gunnarssyni, Braga Þórðarsyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem er að fara aftur af stað. Liðið er með fimm stiga forskot á Manchester City.
Skytturnar voru til umræðu í þættinum.
„Þeir eru bara ótrúlega skemmtilegir,“ segir Valur.
Benedikt hefur ekki trú á því að Arsenal endi sem meistari.
„Ég veit að það er ljótt að segja þetta, Arsenal er á toppnum og á fimm stig á City.“
Hörður er á sama máli og Benedikt. „Þeir eiga krefjandi leiki framundan.“