fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Óeining í beinni er viðkvæmt mál var tekið fyrir – „Ég veit ekki af hverju má ekki segja það“

433
Mánudaginn 26. desember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttaárið var gert upp í Íþróttavikunni með Benna Bó þetta skiptið. Íþróttastjóri Torgs, Hörður Snævar Jónsson, mætti í settið ásamt þeim Val Gunnarssyni, Braga Þórðarsyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.

HM í Katar er nýlokið og varð Argentína heimsmeistari. Málefnin utan vallar stóðu þó hátt á mótinu í Katar.

„Þetta er sama óbragðið og ég fékk í munninn þegar formúlan fór til Sádi-Arabíu,“ segir Bragi en hann taldi mótið gott innan vallar.

„Það voru fluttir inn einhverjir Indverjar til að vera áhorfendur, hálf-tómir vellir.“

Hörður var hrifinn af mótinu í Katar.

„Þetta var frábært mót fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur. Þegar leikirnir voru 10, 13, 16 og 19. Það var frábært.“

Valur tók til máls. „Mér fannst þetta frábært mót. Ég veit ekki af hverju má ekki segja það.“

Sú umræða kom upp í settinu að gott væri að halda HM að vetri til þar sem leikmenn væru ferskari. Tómas var ekki sammála þessu.

„Ég hef ekki enn þá upplifað það að leikmenn séu þreyttir á sumrin. Þannig mér finnst sú umræða skrýtin. Það má ekki gleyma því að félögin borga leikmönnunum.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
Hide picture