Íþróttaárið var gert upp í Íþróttavikunni með Benna Bó þetta skiptið. Íþróttastjóri Torgs, Hörður Snævar Jónsson, mætti í settið ásamt þeim Val Gunnarssyni, Braga Þórðarsyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.
KR var í vandræðum í sumar og var til umræðu. Karlalið félagsins í knattspyrnu hafnaði í fjórða sæti og kvennaliðið féll úr efstu deild, ásamt því að umræðan í kringum kvennaliðið var ansi neikvæð. Umgjörð og fleira var gagnrýnt.
„Það er ótrúlegt að svona geti gerst. Ef vandamálið er svona stórt, að það geti ekki verið leyst innanhúss. Þjálfarinn, fyrirliðinn og allir í kringum liðið voru bara að urða yfir félagið sitt í fjölmiðlum,“ segir Hörður.
„Það þyrfti að gera einhverja skýrslu um það sem er í gangi þarna,“ segir Tómas.
„Maður þekkir ekkert annað en að KR sé bara það stærsta, mesta og besta. Og þeir hata nú ekkert að tala um það sjálfir.“
Umræðan í heild er hér að neðan.