fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Þessi koma til greina sem Íþróttamaður ársins – Átta karlar og þrjár konur koma til greina

433
Föstudaginn 23. desember 2022 06:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír landsliðsmenn í handbolta eru á meðal ellefu efstu í kjörinu á Íþrótamanni ársins. Venju samkvæmt eru það samtök íþróttafréttamanna sem sjá um kjörið. Þrjár konur komast á listann en tvær af þeim eru í landsliðinu í fótbolta. Ómar Ingi Magnússon sem vann kjörið á síðasta ári er á listanum og telst líklegur til afreka aftur í ár.

Enginn landsliðsmaður í fótbolta karla kemst á listann yfir þá efstu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks er tilnefndur sem þjálfari ársins.

Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. – 11. sæti. Reglur kjörsins segja aðeins til um hvað gera eigi séu tveir jafnir í 1. sæti. Reglurnar ná ekki yfir sætin fyrir neðan. Það eru því 11 íþróttamenn á topp listanum í ár. Það gerðist síðast árið 2000. Alls hefur það sjö sinnum gerst að topp 11 listi hefur verið birtur í stað topp 10. Árin 1963, 1978, 1982, 1984, 1985, 1988 og 2000 var topp 11 listi, þ.e. tveir jafnir í 10. sæti.

Þá gerðist það einnig að tveir þjálfarar urðu jafnir í þriðja sæti í kjörinu um þjálfara ársins. Með sömu rökum er því birtur listi yfir fjóra efstu þjálfara kjörsins í ár.

Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir
Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar
Ómar Ingi Magnússon, handbolti
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti

Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta

Lið ársins
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
Valur, meistaraflokkur karla í handbolta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir