Christian Pulisic, stjarna Chelsea, hefur viðurkennt það að hann gæti verið á förum frá félaginu á næsta ári.
Pulisic er ekki fyrsti maður á blað hjá Chelsea þessa dagana en er að snúa aftur til æfinga eftir HM í Katar.
Vængmaðurinn útilokar ekki að hann verði farinn frá félaginu á næstunni miðað við ummæli gærdagsins.
,,Eins og er þá er ég mættur aftur til Chelsea. Ég er einbeittur og tilbúinn að klára tímabilið,“ sagði Pulisic.
,,Þið vitið hvernig hlutirnir virka í fótboltanum. Allt getur breyst á ögurstundu og allt getur gerst. Eins og er þá vinn ég fyrir mínu hjá Chelsea því þar er ég samningsbundinn.“