fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Segir að það þurfi mann eins og Jón Gunnarsson í borgarstjórastólinn

Eyjan
Miðvikudaginn 21. desember 2022 18:30

Jón Gunnarsson. Skjáskot Kastljós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það þarf svona mann í borgarstjórastólinn. Þá værum við ekki föst í snjósköflum dögum saman eða í mygluðu húsnæði,“ segir Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, í FB-færslu þar sem Brynjar mærir yfirmann sinn.

Brynjar segir að meirihlutinni í borginni hafi tilhneigingu til að reyna að syngja sig út úr vandanum en dómsmálaráðherra sé hins vegar maður sem láti verkin tala:

„Það dugar ekki að syngja sig út úr vandanum eins og meirihlutinn í borginni reynir gjarnan. Í hvert sinn sem þetta ágæta fólk fer í fjölmiðalviðtöl langar mann að hoppa ofan í bjútiboxið og loka á eftir sér.“

Brynjar fer nokkrum orðum um afrekaskrá Jóns í hans stuttu valdatíð. Meira hafi verið gert í erfiðum málaflokkum ráðuneytisins í tíð Jóns en áður hafi þekkst:

„Það er nú samt þannig að í tíð þessa dómsmálaráðherra hefur verið gert meira í þessum málaflokkum en áður hefur þekkst, eins og sjá má hér. Þá lagði hann fram frumvarp á síðasta vorþingi um bætta réttastöðu brotaþola sem var samþykkt samhljóða. Þá hafa verið tekin stór skref í eflingu lögreglu, ákæruvalds og dómstóla í héraði til að auka hagkvæmni og skilvirkni í réttarkerfinu til hagsbóta fyrir alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur