Jadon Sancho kantmaður Manchester United er enn staddur í Hollandi þar sem hann æfir einn og enginn veit í raun hvenær hann snýr aftur.
Sancho hefur átt erfiða tíma hjá Manchester United og datt úr í október vegna veikinda.
Hann fékk ekkert frí á meðan HM í Katar stóð og hélt til Hollands að æfa einn með þjálfara þar. Hann fór ekki í æfingaferð með United liðinu til Spánar á dögunum.
Erik ten Hag stjóri United hefur látið hafa eftir sér að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega klár í það að taka þátt í æfingum eða leikjum með United.
Sancho hefur upplifað 18 erfiða mánuði á Old Trafford eftir að hafa verið keyptur frá Borussia Dortmund, miklar væntingar eru gerðar til hans.
United snýr aftur til leiks í enska boltanum í kvöld þegar liðið mætir Burnley í deildarbikarnum.