Stórlið Chelsea er ekki að fá neinar frábærar fréttir áður en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað.
Wesley Fofana, varnarmaður liðsins, er nú meiddur á hné og þurfti að fara af velli í æfingaleik gegn Brentford.
Fofana hafði verið frá keppni síðan í október en var mjög nálægt því að jafna sig og spilaði því leikinn við Brentford.
Um er að ræða hnémeiðsli sem eru oft alvarleg en Fofana á eftir að fara í nánari skoðun.
Þessar fréttir koma stuttu eftir að Armando Broja meiddist en hann er sóknarmaður liðsins og verður frá út tímabilið.
Fofana kom til Chelsea frá Leicester í sumar en hefur hingað til aðeins spilað tvo deildarleiki.