Framtíð Cristiano Ronaldo er í óvissu. Samkvæmt frétt Marca eru þó líkur á að hún verði ráðin áður en árið er úti.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo er samningslaus þessa stundina. Hann yfirgaf Manchester United í kjölfar þess að hafa farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan, þar sem hann gagnrýndi margt hjá félaginu harkalega.
Ljóst er að Ronaldo er ekki að fara að leggja skóna á hilluna strax og þarf hann því að finna sér félag.
Hann hefur hvað helst verið orðaður við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Marca er enn líklegast að hann endi þar,
Spænski miðillinn segir að Al-Nassr búist við því að klófesta Ronaldo áður en árið er úti.
Portúgalinn myndi fá tveggja og hálfs árs samning í Sádi-Arabíu að virði 200 milljóna evra. Það gera yfir þrjátíu milljarða íslenskra króna.