Kylian Mbappe leikmaður PSG og franska landsliðsins fékk aðeins tvo daga í frí áður en hann mætti aftur til leiks hjá PSG.
Mbappe skoraði þrennu þegar Frakkland tapaði í úrslitum HM á sunnudag gegn Argentínu.
Mbappe og félagar flugu heim frá Katar á mánudag og Mbappe fékk svo frí frá æfingum PSG í gær. Hann var hins vegar mættur aftur til æfinga í dag.
Lionel Messi samherji hans í PSG fær eitthvað lengra frí því hann er enn staddur í Argentínu að fagna glæstum sigri.
Mbappe og félagar hefja leik í frönsku deildinni 28 desember en þessi magnaði leikmaður er nú mættur aftur til æfinga.
🐢MBAPPÉ ESTÁ DE VUELTA
💪🏼Tenía unos días libres pero ya ha regresado al trabajo con el @PSG_inside.
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) December 21, 2022