Carlo Ancelotti hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé að taka við brasilíska landsliðinu af Tite.
Tite var látinn fara eftir HM í Katar en Brasilía komst í 8-liða úrslit og datt þar úr leik gegn Króatíu.
Ancelotti er orðaður við starfið sem og Jose Mourinho en hann er ákveðinn í að gera vel með Real Madrid þessa stundina.
,,Að þjálfa Brasilíu? Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég lifi fyrir núið,“ sagði Ancelotti.
,,Ég er orðinn eldri og mér líður vel í Madríd og það eru mörg markmið sem við erum með. Það er alltaf tími til að hugsa um framtíðina.“
,,Ég er samningsbundinn til 2024 og ef Real Madrid vill ekki losna við mig þá fer ég ekki.“