fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Ari Tryggvason: Dauðalistinn og tjáningarfrelsið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. desember 2022 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. ágúst síðastliðinn var danski utanríkisráðherrann, Jeppe Kofod, kallaður til fundar á danska þinginu vegna svokallaðs dauðalista á vegum Mirotvorets (Friðarsinni) í Úkraínu. Ástæðan var sú, að á viðkomandi lista eru þrír þekktir Danir sem allir tóku þátt í ráðstefnu á vegum Schiller stofnunarinnar, 25. maí síðastliðinn. Danir voru fyrstir þjóða til að fjalla um úkraínska dauðalistann á löggjafarþingi sínu. Fundinn er hægt að sjá hér.

Rétt er að rifja það upp hér, að Þjóðaröryggisráð Íslands ákvað að koma á fót vinnuhópi í apríl 2020 til að kortleggja birtingarmynd og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid-19.

Viðkomandi dauðalisti er einmitt ætlaður til að bregðast við hinni svokölluðu upplýsingaóreiðu. Þar geta menn goldið með lífi sínu, að hafa uppi skoðanir sem stjórnvöldum í Úkraínu og samtökum þeim tengd, hugnast ekki.

Listinn hefur verið uppi nær óslitið síðan 2014. Í apríl 2015 birti heimasíðan heimilisfang úkraínska rithöfundarins, Oles Buzina og fyrrum þingmanns, Oleg Kalashnikov örfáum dögum áður en þeir voru teknir af lífi. Í kjölfarið lokaði síðan tímabundið.

Þann 7. maí 2016 birti vefsíðan persónuupplýsingar 4.508 blaðamanna og tengdra einstaklinga er unnið höfðu eða fengið leyfi til þess, í Donbass vegna árása á svæðið og þar af leiðandi taldir hafa unnið með hryðjuverkamönnum. Allir þeir sem tjá sig þannig að túlka megi sem samráð eða stuðning við Donbass og/eða við málstað Rússa eiga á hættu að vera settir á listann, með upplýsingum um búsetu, símanúmer, netföng ásamt andlitsmynd.

Mörgum er væntanlega í fersku minni þegar Daria Dugina, rússnesk fréttakona, var drepin með bílsprengju 21. ágúst síðastliðinn í útjaðri Moskvu. Upplýsingar um hana með yfirprentaðri mynd, útrýmd/eydd var á viðkomandi heimasíðu.

Upplýsingahryðjuverk

Í rauninni er gengið enn lengra en hér hefur verið tíundað, í baráttunni við upplýsingaóreiðu. Samkvæmt vefsíðu Miðstöðvar baráttu gegn upplýsingaóreiðu (CCD) í Úkraínu, sem starfar undir Þjóðaröryggis- og varnarráði landsins, hefur stofnunin tvær meginskyldur, að berjast gegn upplýsingahryðjuverkum og samræma baráttuna alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta þýðir í raun og veru, að verkefni CCD sé að benda á óvini til hefndar og í samvinnu við bæði innanlands- og erlendar stofnanir.

Þann 28. mars síðastliðinn birti CCD skjal þar sem upplýsingahryðjuverk eru skilgreind sem glæpur gegn mannkyni og ákallar alþjóðasamfélagið að sameinast andspænis upplýsingahryðjuverkum og tilgreinir fjórar ráðstafanir:

  1. Alþjóðasamfélagið verður að viðurkenna opinberlega upplýsingahryðjuverk og lýsa Rússlandi sem upplýsingahryðjuverkaríki. Upplýsingahryðjuverk beri að leggja að jöfnu við raunveruleg hryðjuverk og krefjast viðeigandi aðgerða.
  2. Sá sem á einhvern hátt tengist upplýsingahryðjuverki, þ.m.t. ritstjórar, myndatökumenn, rithöfundar, fjölmiðlakynnar o.s.frv. skulu meðhöndlaðir sem upplýsingahryðjuverkamenn.
  3. Bein eða óbein fjármögnun upplýsingahryðjuverka skal vera bönnuð, bæði að lands- og alþjóðalögum og þeir sem staðnir eru að verki við slíkt skulu meðhöndlaðir sem vitorðsmenn með upplýsingahryðjuverki.
  4. Samkvæmt þessu verður skylt að birta lista einstaklinga eða hópa er styðja upplýsingahryðjuverk (fyrirtæki, lögaðilar, opinber samtök o.s.frv.) og ríkisstyrkt upplýsingahryðjuverk til frekari viðurlaga. Listi Bandaríkjanna yfir hryðjuverkaríki (ríki er fjármagna hryðjuverk) er nefndur sem fyrirmynd.

 

NATO og Úkraína

Ef þessi barátta, ef svo má segja, væri bara bundin við Úkraínu og við gætum stimplað hana sem einhvers konar einangrað fyrirbæri án þátttöku eða afskipta erlendis frá, stofnana, ríkja o.s.frv. væri kannski ástæðulaust að hafa áhyggjur. Því miður virðist sú ekki vera raunin. Málstaður stjórnvalda í Úkraínu og sérstaklega andlit hennar, V. Zelensky, nýtur verulegs stuðnings á Vesturlöndum. Getur verið að Úkraína sé eins konar módel fyrir heiminn? Hvað segir Vineta Kleine, forstöðumaður Upplýsinga- og gagnamiðstöðvar NATO í Úkraínu (National Information and Documentation Center/NIDC)? Hún sagði í viðtali í febrúar á þessu ári landið vera í framvarðarsveit baráttunnar gegn röngum upplýsingum þar sem það hefur aflað sér mikilvægrar þekkingar og reynslu þar að lútandi.

 

Í rauninni byrjaði NATO að móta svið upplýsinga í Úkraínu strax árið 1997 með stofnun NIDC í Kænugarði í kjölfar undirritunar sáttmála NATO og Úkraínu um sérstakt samstarf. Eftir valdaránið á Maidan torgi í Kænugarði 2014 jókst starfssemi NATO á upplýsingasviðinu verulega. Í kjölfarið hófu NATO og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að ná stjórn á fjölmiðlum í Úkraínu til að efla getu þeirra til að bregðast við áróðri. NATO studdi Miðstöð fjölmiðlakrísu í Úkraínu (Ukraine Crisis Media Centre) og dagblaðið Kyiv Post um staðreyndaskýrslugerð samhliða samskiptaþjálfun embættismanna ríkisins og borgaralegra aðgerðasinna. Árið 2018 hóf Stofnun Bandaríkjanna um alþjóðaþróun (USAID) að setja upp fjölmiðlaforrit í Úkraínu til styrktar staðbundnum fjölmiðlum með vinnu gegn falsfréttum á vegum National Endowment for Democracy (NED) sem var stærsta fjölmiðlaverkefni í sögu Úkraínu. Reyndar lét fyrsti forseti NED og meðstofnandi, Allen Weinstein hafa eftir sér í viðtali við The Washington Post árið 1991, að margt sem samtökin gera fyrir opnum tjöldum hafi CIA áður venjulega gert leynilega.

 

Hver er tilgangur stjórnvalda hér á landi með vinnuhópnum gegn upplýsingaóreiðu, á að nota Úkraínu sem fyrirmynd, verður næst stofnaður vinnuhópur um baráttuna gegn upplýsingahryðjuverkum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði uppi einhverjar efasemdir varðandi vinnuhópinn. Hins vegar voru viðbrögð Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis afgerandi, þar sem hann setti varnagla varðandi aðgerðir gegn upplýsingaóreiðu þótt hann gerði sér grein fyrir vandamálinu, “…að þarna geti verið um vandamál að ræða…en það að opinberir aðilar, opinber nefnd, opinber stofnun eða einhver ætli sér að sortera hvað séu réttar upplýsingar, leyfilegar upplýsingar og upplýsingar sem megi ekki koma fyrir augu almennings finnst mér mjög ógeðfelld tilhugsun og myndi alltaf taka afstöðu gegn slíkum tillögum.” Þetta eru svo sannarlega orð í tíma töluð og ég vona að Birgir Ármannsson sé ekki einn með þessa varnagla á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur