fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

„Lærði meirihlutinn ekkert af síðasta vetri?“

Eyjan
Þriðjudaginn 20. desember 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Hildur Björnsdóttir, veltir því fyrir sér hvort meirihlutinn í borginni hafi ekkert lært af síðasta vetri. Þá hafi borgin upplifað samskonar snjóþunga og á sama tíma samskonar úrræðaleysi borgaryfirvalda. Nú nokkrum mánuðum síðar sé sami vandi kominn upp en engar framfarir orðið á viðbragði borgarinnar.

Hildur skrifar um þetta á Facebook.

„Síðustu daga hefur líf og starfsemi í borginni orðið fyrir töluverðu raski vegna snjóþyngsla. Aðstæðurnar eru ekkert einsdæmi. 

Fyrr á þessu ári upplifðum við samskonar snjóþunga – og samskonar úrræðaleysi borgaryfirvalda. Þá lýstu starfsmenn vetrarþjónustu borgarinnar sig „fullsadda“ af hringlandahætti, þekkingarleysi og virðingarleysi borgaryfirvalda í sinn garð. Þeim væri ætlað að sinna krefjandi verkefnum við ómögulegar aðstæður – vanbúnir og undirmannaðir við slæmt skipulag. 

Einungis nokkrum mánuðum síðar stöndum við frammi fyrir sambærilegum vanda en viðbragðið hefur ekki tekið framförum. Lærði meirihlutinn ekkert af síðasta vetri? 

Það er grundvallaratriði að fólk komist greiðlega leiðar sinnar í borginni. Við búum í höfuðborg á norðurhjara veraldar og þjónusta borgarinnar á að gera ráð fyrir snjóþungum vetrum. Gerum betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur