Newcastle United á ekki möguleika á að semja við vængmanninn Khvicha Kvaratskhelia sem er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu.
Kvaratskhelia hefur vakið verulega athygli með Napoli á Ítalíu og er sterklega orðaður við England.
Það er nóg til hjá eigendum Newcastle sem er talið ætla að bjóða 50 milljónir í leikmanninn á nýju ári.
Cristiano Giuntoli, yfirmaður knattspyrnumála Napoli, hefur þó staðfest að það sé ekki séns að næla í þennan 21 árs gamla leikmann að svo stöddu.
,,Áhugi Newcastla á Kvaratskhkelia? Það eru engar líkur á að við leyfum honum að fara, það skiptir engu máli hvað þeir bjóða,“ sagði Giuntoli.