Því er haldið fram í Fichajes á Spáni að Manchester United hafi lagt fram tilboð í Antoine Griezmann sóknarmann Atletico Madrid.
Sóknarlína United er þunnskipuð nú þegar Cristiano Ronaldo hefur rift samningi sínum við félagið.
Griezmann lék sem miðjumaður í liði Frakka á HM í Katar þar sem liðið tapaði í úrslitaleiknum.
Fichajes heldur því fram að United hafi boðið 60 milljónir evra í Griezmann en slíkt tilboð gæti heillað forráðamen Atletico.
Griezmann er 31 árs gamall en hann hefur stærstan hluta ferilsins spilað með Atletico en stoppaði líka stutt við hjá Barcelona.