Það er ekki sanngjarnt að Manchester City sé með bæði Julian Alvarez og Erling Haaland í sínum röðum.
Þetta segir goðsögnin Cesc Fabregas sem gerði garðinn frægan með Arsenal, Barcelona og Chelsea.
Fabregas er 35 ára gamall í dag og spilar með Como á Ítalíu en hann lék yfir 100 landsleiki fyrir Spán.
Haaland er af mörgum talinn besti framherji heims í dag og þá átti Alvarez frábært HM með Argentínu sem vann mótið.
,,Manchester City með Julian Alvarez og Erling Haaland, það er ekki mjög sanngjarnt er það?“ sagði Fabregas.
Alvarez hefur hingað til verið í varahlutverki á Etihad en hans bíður mögulega stærra hlutverk eftir frábært mót með landsliðinu.