fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Sagt að Kante færist nær brottför frá Chelsea – Semur hann á Nývangi á nýju ári?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona er sagt nálægt því að semja við N’Golo Kante um kaup og kjör og að miðjumaðurinn gangi í raðir katalónska stórveldisins næsta sumar á frjálsri sölu.

Spænski miðillinn Sport heldur þessu fram.

Kante er í dag á mála hjá Chelsea. Hann hefur verið á Brúnni frá 2016. Þangað kom hann eftir að hafa orðið Englandsmeistari með Leicester.

Samningur miðjumannsins rennur út næsta sumar og getur þessi 31 árs gamli leikmaður samið við félög utan Englands um að ganga í raðir þeirra næsta sumar frá og með janúar.

Barcelona er sagt ætla að nýta sér það og tryggja sér leikmanninn snemma.

Kante var um árabil einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Leið hans hefur örlítið legið niður á við undanfarið en ljóst er að hann er þó einn frábær fótboltamaður og gæti nýst Börsungum vel ef þeim tekst að krækja í hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn