Barcelona er sagt nálægt því að semja við N’Golo Kante um kaup og kjör og að miðjumaðurinn gangi í raðir katalónska stórveldisins næsta sumar á frjálsri sölu.
Spænski miðillinn Sport heldur þessu fram.
Kante er í dag á mála hjá Chelsea. Hann hefur verið á Brúnni frá 2016. Þangað kom hann eftir að hafa orðið Englandsmeistari með Leicester.
Samningur miðjumannsins rennur út næsta sumar og getur þessi 31 árs gamli leikmaður samið við félög utan Englands um að ganga í raðir þeirra næsta sumar frá og með janúar.
Barcelona er sagt ætla að nýta sér það og tryggja sér leikmanninn snemma.
Kante var um árabil einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Leið hans hefur örlítið legið niður á við undanfarið en ljóst er að hann er þó einn frábær fótboltamaður og gæti nýst Börsungum vel ef þeim tekst að krækja í hann.