Arnar Þór Viðarsson var gestur í sjónvarpsþætti 433.is í vikunni. Um seinni hluta ítarlegs viðtals við landsliðsþjálfarann var að ræða.
Það var meðal annars farið yfir þær breytingar sem hafa orðið á teyminu í kringum karlalandsliðið frá því hann tók við í lok árs 2020. Menn á borð við Lars Lagerback, Þorgrím Þráinsson og Friðrik Ellert Jónsson eru ekki lengur í teyminu.
„Það var mikið skrifað um það að einhverjir hafi horfið á braut,“ segir Arnar.
Hann bendir á að teymið í kringum landsliðið þurfi að passa vel saman. „Ef ég er ekki með ákveðna styrkleika þá þarf ég að leita að þeim annars staðar.
Þetta eru ákvarðanir sem ég þarf að taka og þær eru ekkert alltaf skemmtilegar.“
Arnar undirstrikar að hann sé himinnlifandi með þá starfsmenn sem hann vinnur með hjá landsliðinu eins og er.
„Akkúrat núna er ég 110% ánægður með mitt teymi.“