Austurríkismaðurinn Daniel Bachmann hefur staðfest það að Manchester United hafi sýnt sér mikinn áhuga í sumar.
Bachmann var orðaður við Man Utd og fékk tilboð frá félaginu sem var í leit að varamarkmanni.
Bachmann er markmaður Watford í næst efstu deild Englands og er í dag lykilmaður þar eftir að hafa samið árið 2017.
Man Utd ákvað að lokum að semja við Martin Dubravka frá Newcastle sem situr á spýtunni alla leiki.
,,Við vorum svo, svo nálægt þessu. Þetta var ótrúlega nálægt því að gerast,“ sagði Bachmann.
,,Að lokum er ég ánægður með hvernig hlutirnir gengu fyrir sig, nýi þjálfarinn vildi mikið halda mér og ég er ánægður.“