Marco Busiello, umboðsmaður Tiemoue Bakayoko, hefur tjáð sig um leikmanninn sem hefur í raun verið týndur undanfarinm ár.
Bakayoko var einn heitasti bitinn á markaðnum árið 2017 er hann lék með Monaco og gekk svo í raðir Chelsea.
Þar náði Bakayoko aldrei að sýna sitt rétta andlit hefur verið lánaður til AC Milan, Monaco og Napoli.
Bakayoko hefur aðeins spilað 14 deildarleiki fyrir AC Milan síðan á síðustu leiktíð og virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
,,Þetta er staða sem gerir mig mjög sorgmæddan því þetta voru félagaskipti sem hann vildi mikið,“ sagði Busiello.
,,Hann hefur verið lánaður til margra liða síðustu ár og þarf að aðlagast nýju félagi á hverju ári. Hann gekk glaður í raðir Milan á tveggja ára lánssamningi.“
,,Því miður gekk það ekki upp, meiðsli og svo stóðu aðrir leikmenn sig vel. Staðan er slæm í dag og mér þykir fyrir því.“