fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Kona sýknuð af ákæru um heimilisofbeldi og ólögmæta nauðung

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. desember 2022 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var í dag sýknuð í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru Lögreglustjórans á Vesturlandi um heimilisofbeldi og ólögmæta nauðung gagnvart dóttur eiginmanns síns.

Ákæran er til komin vegna átaka sem brutust út á milli kvennanna seint í desember árið 2019. Dóttirin kom þá á heimilið en hún hafði tímabundinn svefnstað í stofunni. Konan var að fara að halda upp á afmælið sitt og átti von á gestum.

Dóttirin varð mjög reið er hún sá að konan hafði flutt allt dótið upp á háaloft. Konan sagðist hafa gert það til að hafa fínt fyrir afmælið. Sem fyrr segir brutust út átök á milli kvennanna sem leiddu til ákæru með eftirfarandi verknaðarlýsingu:

„Fyrir ólögmæta nauðung, með því að hafa sunnudaginn 22. desember 2019 að … í …, veist að A…, kt. …, tekið í ökkla hennar, dregið hana niður stiga og haldið henni niðri, í framhaldinu ýtt henni út úr húsinu og komið þannig í veg fyrir að A… næði í föt í sinni eigu, allt með þeim afleiðingum að A… hlaut mar á bakhlið hægri framhandleggs fyrir miðju, mar innanvert á vinstri olnboga og skrapsár á hægra hné og ökkla.“

Konan lýsti atvikum  með allt öðrum hætti, m.a. því að dóttir mannsins hennar hefði gripið í hana í stiganum og reynt að toga hana niður. Hún hafi orðið hrædd og gripið fast á móti í stúlkuna og komið henni út fyrir dyrnar. „Brotaþoli hefði þá gripið kúst sem stóð við hurðina og byrjað að slá í glugga á húsinu. Ákærða hefði þá opnað dyrnar og reynt að ná af henni kústinum. Þær hefðu lent í átökum um kústinn og þá hefði faðir brotaþola komið að þeim,“ segir í texta dómsins.

Sem fyrr segir átti atvikið sér stað skömmu fyrir árslok 2019 en stúlkan kærði ekki til lögreglu fyrr en 14 mánuðum seinna. Hún gaf þær skýringar á seinkuninni að hún hefði dottið í það í janúar árið 2020 og ekkert pælt í þessu fyrr en hún kærði.

Það var mat dómara að ekki væri hægt að færa sönnur á sekt konunnar enda engin vitni að átökunum fyrr en faðirinn/eiginmaðurinn kom á vettvang undir lok þeirra. Þá kemur fram í dómsorði að svo virðist sem atvikið hafi ekki sótt mikið á ungu konuna. Hin ákærða var því sýknuð. Þá var miskabótakröfu upp á 1,5 milljónir króna hafnað.

Dóminn má lesa hér 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden