fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Pressan

Steven Spielberg: „Ég sé virkilega, virkilega eftir þessu“

Pressan
Mánudaginn 19. desember 2022 19:00

Steven Spielberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ókindin (e. Jaws) vakti gífurlega lukku þegar hún kom út árið 1975. Myndin sló aðsóknarmet og fékk góða dóma en þrátt fyrir það sér leikstjóri kvikmyndarinnar, Steven Spielberg, eftir áhrifunum sem kvikmyndin hafði á hákarla í heiminum.

„Ég sé virkilega, virkilega eftir þessu,“ sagði Spielberg í viðtali á BBC á sunnudaginn. „Ég óttast ennþá… að hákarlarnir séu á einhvern hátt reiðir út í mig.“

Samkvæmt rannsóknum fækkaði fjölda hákarla og skatna í heiminum um meira en 71% á milli áranna 1970 og 2018. Þá var greint frá því í fyrra að 37% af tegundum hákarla og skatna væru í útrýmingarhættu.

Chris Lowe, prófessor í sjávarlíffræði, segir í samtali við Washington Post um málið að þegar Ókindin kom út þá hafi orðið stefnubreyting í viðhorfi fólks til hákarla. Fólk hafi orðið neikvæðara í garð þeirra og að með því hafi orðið auðveldara að ofveiða þá.

Gavin Naylor, yfirmaður rannsókna á hákörlum í University of Florida, er þó ekki á því að þetta sé alfarið Spielberg og kvikmyndinni hans að kenna.

„Ég held að honum þurfi ekki að líða hræðilega,“ segir Naylor í samtali við Washington Post. Naylor segir að það hafi að vísu orðið einhver aukning á hákarlaveiðum hjá sumu fólki í kjölfar myndarinnar en að slíkt hafi þó verið í gangi löngu áður en myndin kom út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir