Bróðir Kylian Mbappe, Ethan, lék sinn fyrsta leik með aðalliði Paris Saint-Germain um síðustu helgi í æfingaleik gegn nárgrönnunum í Paris FC.
Ethan verður sextán ára á fimmtudag en er þegar búinn að spila með stórstjörnum PSG.
Hann er miðjumaður og kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri PSG á Paris FC.
Ethan hefur verið í akademíu PSG frá því 2017. Hann gekk í raðir félagsins sama ár og bróðir sinn Kylian var keyptur yfir til Parísar frá Monaco á háar fjárhæðir.
Miklar væntingar eru bundnar við Ethan í framtíðinni.
Á dögunum sá hann bróðir sinn Kylian taka þátt í sínum öðrum úrslitaleik á Heimsmeistaramóti. Þá töpuðu Frakkar fyrir Argentínu í hádramatískum leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Mbappe varð hins vegar heimsmeistari árið 2018 eftir úrslitaleik við Króatíu.