Það er óhætt að segja að gömul ummæli Steven Gerrard eldist illa eftir atburði síðustu daga. Þar bar hann saman Joe Cole og Lionel Messi.
Cole og Gerrard voru liðsfélagar hjá Liverpool frá 2010 til 2013. Sá fyrrnefndi kom til félagsins frá Chelsea.
„Messi getur gert ótrúlega hluti en allt sem hann getur gert getur Joe gert jafn vel, ef ekki betur,“ sagði Gerrard þegar þeir voru liðsfélagar.
„Hann kom okkur mikið á óvart á æfingum með tilþrifum sínum með golfbolta sem flestir leikmenn geta ekki gert með fótbolta.“
Ummælin eldast ansi illa. Messi varð á dögunum heimsmeistari með argentíska landsliðinu eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik HM í Katar.
Þar með vilja margir meina að endanlega megi staðfesta að hann sé besti knattspyrnumaður sögunnar.
Gerrard er mesta goðsögn í sögu Liverpool en hann lagði skóna á hilluna árið 2016.