Freddy Adu var eitt sinn vonarstjarna Bandaríkjanna í knattspyrnu. Hann stóð hins vegar aldrei undir væntingum. Kappinn útilokar ekki að snúa aftur þrátt fyrir langt hlé frá vellinum.
Adu er í dag 33 ára gamall. Hann hefur ekki spilað knattspyrnuleik í fjögur ár.
Þegar Adu var aðeins fjórtán ára skrifaði undir milljón dollara samning við Nike. Það undirstrikar hversu miklar væntingar voru til hans gerðar. Í nýju viðtali segist Adu hins vegar sjá mikið eftir þessu.
Átján ára gamall fór Adu til Benfica. Þar spilaði hann fjórtán leiki fyrir aðalliðið á fjórum árum. Hann var lánaður út til Monaco, Belenenses, Aris og Caykur Rizespor.
Eftir tímann í Portúgal fór Adu til fjölda liða, meðal annars í Finnlandi og Svíþjóð. Síðast var hann hjá Österlen í Svíþjóð í fyrra en spilaði ekki leik. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur.
„Tæknilega séð hef ég ekki lagt skóna á hilluna,“ segir Adu við Sportbible.
„Ég tók mér nokkurra ára frí þar sem ég tapaði ástinni fyrir leiknum. Sama hvort þú trúir því eða ekki er ég að hugsa um að fara aftur og spila. Ég er enn nógu ungur.“
Adu lék á sínum tíma sautján leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. Sá síðasti kom 2011.