Gary Neville, goðsögn Manchester United, var harðorður í garð vængmannsins Ousmane Dembele í úrslitaleik HM í gær.
Dembele átti ekki góðan fyrri hálfleik fyrir Frakkland og var tekinn af velli á 40. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Argentínu.
Dembele braut af sér innan teigs eftir baráttu við Angel Di Maria sem kostaði sig að lokum en venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli.
Frakkarnir þurftu að lokum að sætta sig við tap í vítakeppni og náðu ekki að vernda titil sinn frá árinu 2018.
Neville gagnrýndi Dembele harkalega eftir leik en leikmaðurinn er á mála hjá Barcelona á Spáni og braut á Angel Di Maria í fyrri hálfleik innan teigs fyrir skiptinguna.
,,Þetta var skammarlegt. Dembele, ég veit að hann er vængmaður en hvernig hann fer í tæklinguna, maður veit hvað Di Maria mun gera. Hann hefur gert þetta í tíu ár. Dembele spilaði eins og lítill strákur,“ sagði Neville.