Það var gleði í Katar í gær þegar Argentína varð Heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi var maður kvöldsins en hann endurlék fögnuð Diego Maradona frá 1986 eftir leik
Argentína byrjaði þennan leik virkilega vel og var með 2-0 forystu þegar flautað var fyrri hálfleikinn af. Lionel Messi skoraði fyrra markið á 23. mínútu úr vítaspyrnu og bætti Angel Di Maria við öðru á 36. mínútu.
Útlitið var lengi mjög bjart fyrir Argentínu en þegar 10 mínútur voru eftir fékk Frakkland vítaspyrnu. Kylian Mbappe steig á punktinn og lagaði stöðuna fyrir Frakka og var svo aftur á ferðinni mínútu síðar.
Mbappe tókst að jafna metin strax eftir fyrra mark sitt og tryggði Frökkum þar með framlengingu. Í framlengingunni voru það Argentínumenn sem tóku forystuna er Messi gerði sitt annað mark á 109. mínútu.
En nú veltir fólk því fyrir sér hvort markið hjá Messi hafi verið ólöglegt. Tveir varamenn Argentínu höfðnu nefnilega hlaupið inn á völlinn áður en Messi skaut í boltann. Því var Argentína með 13 leikmenn á vellinum þegar Messi kom boltanum yfir línuna.
Mbappe reyndist svo aftur hetja Frakka er tvær mínútur voru eftir en hann jafnaði þá metin á ný með öðru marki af vítapunktinum. Í vítaspyrnukeppninni voru það Argentínumenn sem höfðu betur en þeir Kingsley Coman og Aurelien Tchouameni klikkuðu á punktinum fyrir þá frönsku.
Goal scored with 13 players on the field! pic.twitter.com/w2yyLGO25V
— noone (@Nottoday407) December 18, 2022