Þetta kemur fram í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins yfir gang stríðsins en ráðuneytið birtir slíkar skýrslur daglega.
Segir ráðuneytið að miðað við gervihnattarmyndir þá séu rússneskar hersveitir nú að byggja stór varnarmannvirki með fram víglínunum. Séu hefðbundnar aðferðir frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar notaðar við þetta. Telur ráðuneytið að þessi varnarmannvirki verði „líklega viðkvæm fyrir árásum með nákvæmnismiðuðum nútímavopnum“.
Það bendir einnig á að þetta sé aðferð sem nútímalegir vestrænir herir hafi sagt skilið við fyrir mörgum áratugum síðan.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 16 December 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/CdN5ADg8xv
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/a42pkAYGDD
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) December 16, 2022