En þar með er frásögnum þeirra ekki lokið því ævisaga Harry er væntanleg í bókarformi innan ekki svo langs tíma. Þar mun prinsinn að sögn ekki vera feiminn við að veita upplýsingar um einkalíf sitt.
Hann er meðal annars sagður skýra frá því þegar hann missti sveindóminn. Það mun hafa verið með konu sem er töluvert eldri en hann og bjó á landsbyggðinni þegar þetta gerðist.
Þetta hefur auðvitað vakið upp vangaveltur um hver konan er og meðal „kandídatanna“ er leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley sem er 57 ára.
Hún bjó á stóru býli í suðurhluta Englands en hún átti býlið frá 2002 til 2015.
Orðrómurinn um að hún sé konan sem Harry ræðir um hefur verið svo þrálátur að í nýlegu viðtali í The Times var hún spurð út í þetta.
„Það er ekki ég. Ég er saklaus,“ sagði hún brosandi og lagði síðan enn frekari áherslu á að það hafi ekki verið hún: „Nei, það er ekki ég. Alls ekki.“