fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Pútín huggaði móður fallins hermanns – Sonur þinn drakk sig þó að minnsta kosti ekki í hel

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 06:08

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruslan, 54 ára rússneskur kennari, féll í Úkraínu í haust. Þjálfun hans fólst í að hann las um vopnanotkun á Wikipedia. Annar rússneskur hermaður var sendur inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og fékk eftirfarandi fyrirmæli: „Fylgdu ökutækinu fyrir framan þig og þú kemur til Kyiv eftir 18 klukkustundir.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun New York Times um stríðið í Úkraínu.

Margt hefur verið rætt og ritað um stríðið og slæma frammistöðu Rússa í því en umfjöllun New York Times varpar enn frekar ljósi á málið og sýnir að brestirnir innan rússneska hersins eru meiri en áður var talið.

Fréttir hafa borist af illa þjálfuðum hermönnum, slæmum móral, skorti á baráttuanda, óhæfum herforingjum, spillingu og lélegum vopnum og búnaði. En það er margt fleira sem spilar inn í hrakfarir Rússa á vígvellinum miðað við það sem kemur fram í umfjöllun New York Times.

Blaðamenn ræddu við úkraínska og rússneska hermenn, fóru yfir gögn um hleruð samskipti innan rússneska hersins og fengu að sjá leynilegar stríðsáætlanir og önnur skjöl.

Í umfjölluninni er dregin upp mynd af her í algjörri niðurníðslu.

Meðal annars er tekið sem dæmi að margir rússnesku hermannanna hafi varla átt nokkurn möguleika á að lifa af á vígvellinum.

Einn rússneskur hermaður lýsti því hvernig herdeild hans hafi gengið um í úkraínskum skógum án þess að hafa kort, sáraumbúðir eða lyf, eða talstöðvar sem virkuðu. Sjúkraliði hópsins var barþjónn sem hafði aldrei fengið neina þjálfun í að veita fyrstu hjálp. Herdeildin hafði varla nokkur skotfæri en hermennirnir höfðu að sögn ekki svo miklar áhyggjur af því þar sem yfirmenn þeirra sögðu þeim að þeir myndu ekki lenda í átökum. En þar höfðu þeir ekki rétt fyrir sér og um 40 af 60 hermönnum deildarinnar féllu á einum degi í lok október.

„Þetta er ekki stríð. Þetta er rússneska þjóðin sem hefur verið svikin af leiðtogum sínum,“ sagði hermaðurinn Mikhail þegar hann ræddi símleiðis við blaðamenn frá Moskvu en hann liggur særður á sjúkrahúsi.

Fyrrnefndur Ruslan fannst látin eftir gagnsókn Úkraínumanna við Kharkiv. Meðal fátæklegra muna hans voru útprentanir af Wikipedia um hvernig vopnið hans virkaði og hvernig ætti að nota það.

Rússnesku hermennirnir voru margir hverjir illa þjálfaðir og vissu ekki hvernig átti að bera sig að í stríði. Sem dæmi er nefnt að snemma í stríðinu hafi úkraínska leyniþjónustan skyndilega séð að erlendir farsímar fóru að tengjast farsímasendum nærri skógunum á landamærunum að Hvíta-Rússlandi. Þar með var hægt að fylgjast með innrásarhernum í rauntíma. Með þessu gat úkraínski herinn gert árásir á stóran hluta af þessum hersveitum þegar þær voru rétt komnar yfir landamærin.

New York Times segir einnig frá því að einn af liðsmönnum innrásarliðsins hafi birt myndband á TikTok. 40 mínútum síðar höfðu úkraínskir leyniþjónustumenn skoðað myndbandið og staðfest að það var tekið upp nærri Hostomel flugvellinum. Drónaárás var gerð á hersveit hermannsins.

Margir rússneskir hermenn sögðu blaðamönnum að yfirmenn þeirra hafi logið upp í opið geð á þeim um innrásina. Þeim var sagt að um heræfingu væri að ræða og fengu þeir fyrst að vita að um innrás væri að ræða þegar þeir voru komnir inn í Úkraínu. Öðrum var sagt að þeir ættu að taka þátt í innrásinni en að þeir myndu ekki lenda í neinum vandræðum á leið sinni til Kyiv.

Í lok nóvember fundaði Vladímír Pútín, forseti, með hópi sérvalinna mæðra hermanna. Þrátt fyrir að konurnar hafi verið sérvaldar til þátttöku er stemmningin á fundinum sögð hafa verið slæm. Pútín sýndi að sögn enga iðrun yfir að hafa sent rússneska karlmenn í stríð sem margir skilja ekki enn tilganginn með.

Við eina móður, sem missti son sinn í Úkraínu, sagði hann að hann hefði þó að minnsta kosti ekki drukkið sig í hel. „Margt fólk, lifir það eða lifir það ekki? Það er óvíst. Og hvernig það deyr, af völdum vodka eða einhvers annars. Það er líka óljóst. En sonur þinn lifði, skilur þú? Hann náði markmiði sínu,“ sagði Pútín að sögn New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands