Manchester United gæti náð að selja bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í janúar en nýtt félag hefur áhuga á hans þjónustu.
Frá þessu greina enskir miðlar en Wolves vill fá Wan-Bissaka í sínar raðir fyrir seinn hluta úrvalsdeildarinnar,.
Wan-Bissaka er ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd, og er fáanlegur í janúar.
Wan-Bissaka hefur fengið mjög takmarkað að spila á tímabilinu en hann er orðinn 25 ára gamall og þarf fleiri mínútur.
Bakvörðurinn hefur alls spilað fjórar mínútur í ensku úrvalsdeildinni en hann kostaði 50 milljónir punda frá Crystal Palace á sínum tíma.