Patrice Evra, góðvinur Cristiano Ronaldo, yrði ekki hissa ef Portúgalinn leggur skóna á hilluna eftir að hafa spilað á HM í Katar.
Ronaldo er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United en hann gagnrýndi stöðu félagsins í ítarlegu viðtali við Piers Morgan.
Evra spilaði með Ronaldo hjá Man Utd á sínum tíma og útilokar alls ekki að skórnir séu komnir á hilluna.
,,Þegar ég ræði við hann þá tölum við ekki um hvað hann geri næst, við tölum um lífið og fjölskylduna. Ég veit ekki hvort Ronaldo sé að hætta,“ sagði Evra.
,,Stundum þegar þú liggur undir svona gagnrýni á lokakafla ferilsins hugsarðu að það sé kominn tími á að kalla þetta gott.“
,,Sérstaklega þegar þú ert ekki í byrjunarliði landsliðsins, Ronaldo vildi spila og var í góðu formi. Að vinna HM með þjóð sinni var draumurinn, nú á hann ekki þann draum.“
,,Ég ætla ekki að tala fyrir Ronaldo en ég yrði ekki hissa ef hann leggur skóna á hilluna því nú er talað um hann sem slæma manneskju og lélegan leikmann. Það kæmi mér ekkert á óvart.“