Einn skemmtilegasti úrslitaleikur HM sögunnar fór fram í kvöld er Argentína og Frakkland áttust við í Katar.
Argentína byrjaði þennan leik virkilega vel og var með 2-0 forystu þegar flautað var fyrri hálfleikinn af.
Lionel Messi skoraði fyrra markið á 23. mínútu úr vítaspyrnu og bætti Angel Di Maria við öðru á 36. mínútu.
Útlitið var lengi mjög bjart fyrir Argentínu en þegar 10 mínútur voru eftir fékk Frakkland vítaspyrnu.
Kylian Mbappe steig á punktinn og lagaði stöðuna fyrir Frakka og var svo aftur á ferðinni mínútu síðar.
Mbappe tókst að jafna metin strax eftir fyrra mark sitt og tryggði Frökkum þar með framlengingu.
Í framlengingunni voru það Argentínumenn sem tóku forystuna er Messi gerði sitt annað mark á 109. mínútu.
Mbappe reyndist svo aftur hetja Frakka er tvær mínútur voru eftir en hann jafnaði þá metin á ný með öðru marki af vítapunktinum.
Argentína vann svo leikinn að lokum í vítaspyrnukeppni í stórkostlegum knattspyrnuleik.
Hér má sjá það sem þjóðin hafði að segja.
BTW, dómarinn er fullkominn 👌🏼
— Gummi Ben (@GummiBen) December 18, 2022
Haha hélt Messi að Mbappe myndi ekki svara?
— Rikki G (@RikkiGje) December 18, 2022
Pornhub hefur aldrei gefið mér jafn gott klám og þessi leikur er að bjóða uppá.
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 18, 2022
Besti úrslitaleikur allra tíma og Messi er geitin!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 18, 2022
Lionel Messi
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2022
World cup 2022 er rigged. Eg attaði mig a þvi þegar messi fekk aukaspyrnu þegar hann hljóp og negldi í hernandez þegar hernandez vann skallaboltann.
— valgeir valgeirsson (@valgeir29) December 18, 2022
Ætli Óli Kristjáns og Heimir Hallgríms finni ekki samt einhvern betri leik en þennan?
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) December 18, 2022
Skora þrennu en tapa samt úrslitaleik HM hlýtur að vera alveg ofboðslega vond tilfinning.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 18, 2022
Fylgjast með ferli Messi frá upphafi og sjá þennan leik. Þetta eru forréttindi. Sögubækur endurskrifaðar.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) December 18, 2022
Var þetta mark líka rigged þarna rotturnar ykkar
— Reynir Haraldsson (@r3ynirh0ralds) December 18, 2022
CR7 að opna eina 🍾 núna.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 18, 2022
Kolo mouani dró blessaða frakkana uppá einsdæmi inn í þennan leik og gaf þeim neistann sem vantaði.
— Einar Hjörleifsson (@Einar_Hjorleifs) December 18, 2022