Lokasekúndurnar í úrslitaleik HM voru rosalegar en leikurinn er nú á leið í vítaspyrnukeppni.
Bæði lið fengu færi til að komast í 4-3 í Katar en leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir framlengingu.
Staðan hefði þó vel getað endað 4-3 en Frakkar fengu frábært færi áður en Argentína komst í skyndisókn.
Liðunum mistókst þó að nýta sín færi eins og má sjá hér fyrir neðan.
Þessar lokasekúndur maður minn lifandi. Endanna á milli en 3-3 eru lokatölur og við erum á leið í vítaspyrnukeppni. pic.twitter.com/5XLBMwLCTn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022