Cruz Azul í Mexíkó er að reyna að fá stórstjörnuna Luis Suarez til að skrifa undir samning við félagið.
Þetta staðfestir Victor Velazquez, forseti Cruz Azul, en Suarez er án félags þessa stundina eftir stutt stopp í heimalandinu Úrúgvæ.
Suarez lék síðast með Nacional í Úrúgvæ og var svo hluti af úrúgvæska landsliðinu á HM í Katar.
Suarez er kominn á seinni ár ferilsins en hann gerði garðinn frægan með bæði Liverpool og Barcelona.
,,Ég er ekki með neinar fréttir fyrir ykkur en við höfum verið í viðræðum, okkar vilji er að fá Luis Suarez til Cruz Azul,“ sagði Velazquez.
,,Við þurfum bara að vera þolinmóðir og bíða eftir öðrum liðsstyrk ofan á það.“