Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, fékk nóg á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik HM í Katar.
Frakkland spilar við Argentínu í úrslitaleik mótsins í dag og eru bæði lið með mjög sterka leikmenn innbyrðis.
Mikið hefur verið talað um að Karim Benzema gæti snúið aftur í hóp Frakka eftir að hafa meiðst stuttu áður en mótið fór af stað.
Deschamps hefur margoft verið spurður út í hvort Benzema verði hluti af hópnum í úrslitaleiknum og fékk nóg af spurningunni að lokum.
,,Ertu að dreifa þessum sögusögnum á meðal erlendra blaðamanna? Eg ég svara ekki þá segiði að ég sé pirraður. Ég er með leikmenn sem hafa meiðst áður, Karim er einn af þeim. Síðasti til að meiðast var Lucas Hernandez,“ sagði Deschamps.
,,Síðan þá er ég með 24 leikmenn til að þjálfa og þekkja. Að spyrja þessa spurninga varðandi leikmennina, er kjánalegt, ef ekki meira en það.“
,,Hópurinn er hér. Ég veit ekki hver verður á staðnum.“