Kylian Mbappe, stórstjarna Frakklands, elskar Cristiano Ronaldo og hefur lengi vonast eftir því að spila með honum.
Abdou Diallo, liðsfélagi Mbappe hjá PSG, segir að Mbappe taki ekki í mál að fólk telji Lionel Messi betri leikmann en Ronaldo.
Messi og Ronaldo voru lengi tveir bestu leikmenn heims en þeir eru báðir komnir á seinni ár ferilsins í dag.
Þessi ummæli Diallo vekja mest athygli því Mbappe er einmitt liðsfélagi Messi hjá franska stórliðinu.
,,Cristiano Ronaldo er allt fyrir Kylian Mbappe,“ sagði Diallo í samtali við blaðamenn.
,,Ef þú nefnir Messi gegn Ronaldo þá mun Mbappe rökræða við þig í allavega klukkutíma að Ronaldo sé betri. Það má ekki snerta Ronaldo.“