Roy Keane, goðsögn Manchester United, vakti mikla athygli á samskiptamiðlum eftir nýjustu myndirnar sem birtust af honum.
Keane starfar fyrir sjónvarpsstöðina ITV þessa dagana og hefur séð um að fjalla um HM í Katar.
Keane hefur undanfarin ár verið með mjög þykkt og fallegt skegg en hann er nú búinn að raka sig.
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands er nú aðeins með yfirvaraskegg og þykir líta mjög undarlega út.
,,Hvað er ég að horfa á? Af hverju myndirðu gera þetta?“ skrifar einn aðili á Twitter og bætir annar við: ,,Nú ertu alveg búinn að tapa glórunni.“
Myndina umtöluðu má sjá hér.