Eins og margir hafa tekið eftir síðustu vikur hefur kona að nafni Ivana Knoll vakið verulega athygli á HM í Katar.
Knoll er ekki hrædd við sjónarsviðið en hún er stuðningsmaður Króatíu og hefur fylgt liðinu á öllu mótinu.
Knoll var að sjálfsögðu mætt á leik Króatíu í gær gegn Marokkó og var líklega sú vinsælasta sem mætti á völlinn.
Fjölmargir stuðningsmenn Marokkó vildu fá myndir af sér með Knoll fyrir viðureignina sem var um bronsverðlaun mótsins.
Knoll fagnaði að lokum sigri sem og Króatía sem hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.
Margir stuðningsmenn Marokkó hópuðust að þessari ‘drottningu’ fyrir og eftir leik eins og má sjá hér fyrir neðan.
Stuðningsmenn Marokkó kölluðu Knoll ‘drottningu’ og grátbáðu hana um myndir.