Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, segir að fá lið hafi þurft jafn mikið á HM pásunni og hans fyrrum félag.
Liverpool hefur í dágóðan tíma verið eitt öflugasta lið Evrópu og taka þátt í öllum keppnum og spila til sigurs.
Stjörnur liðsins fengu margar hvíld í desember og í lok nóvember eftir að HM í Katar fór af stað, eitthvað sem Gerrard telur að liðið hafi þurft.
Jurgen Klopp og hans menn hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru 15 stigum á eftir toppliði Arsenal.
,,Þetta er eins og annað undirbúningstímabil fyrir þá. Þetta er frábært tækifæri til að koma mikilli vinnu í gang á æfingasvæðinu og endurskipuleggja suma hluti,“ sagði Gerrard.
,,Ég er viss um að Jurgen og hans starfsfólk sé að gera mikið þegar kemur að taktík en þetta er líka vel þegin hvíld. Þeir hafa spilað mikinn fótbolta yfir síðustu ár og voru hlutir af öllum keppnum á síðustu leiktíð.“
,,Ég býst við mjög sterkum sex mánuðum og góðum endi á leiktíðinni því mikilvægir leikmenn hafa fengið tækifæri á að hvílast.“