Fréttirnar sem bárust frá Englandi fyrr í vikunni voru réttar en framherjinn Salomon Rondon hefur yfirgefið Everton.
Í vikunni var greint frá því að Frank Lampard, stjóri Everton, væri að gera allt til að losna við Rondon af launaskrá.
Rondon var ekki inni í myndinni hjá Lampard og hefði þurft að æfa með varaliðinu út tíambilið.
Everton hefur staðfest að samningi Rondon verði rift og yfirgefur hann félagið þann 1. janúar.
Rondon náði aldrei að sýna sitt besta hjá Everton en hann er 33 ára gamall og skoraði aðeins þrjú mörk.
Sóknarmaðurinn var fenginn til félagsins af Rafael Benitez sem var ekki löngu seinna rekinn.