Það er annar ‘Mbappe’ að vekja athygli í Evrópuboltanum en það er hinn 15 ára gamli Ethan Mbappe.
Ethan er bróðir Kylian Mbappe sem hefur í dágóðan tíma verið einn besti sóknarmaður heims.
Kylian er af mörgum talinn sá besti í dag og mun spila úrslitaleik HM í Katar fyrir franska landsliðið á morgun.
Ethan er aðeins 15 ára gamall en hann kom við sögu er PSG spilaði vináttuleik gegn Paris FC.
Mbappe var settur inná í hálfleik fyrir PSG sem hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn einu.
Það voru nokkrar stjörnur í liði PSG en nefna má Sergio Ramos, Juan Bernat, Renato Sanches og Marco Verratti.