Næst síðasta leiknum á HM í Katar er nú lokið en spilað var um bronsið klukkan 15:00 í dag.
Króatía tók annað sætið á HM 2018 í Rússlandi og fagnar þriðja sætinu að þessu sinni eftir leik við Marokkó.
Josko Gvardiol og Mislav Orsic gerðu mörk Króata en leikurinn var virkilega fjörugur.
Achraf Dari hafði jafnað metin fyrir Marokkó en öll mörin voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Sigurmark Orsic var virkilega laglegt eins og má sjá hér.
Mislav Orsic sér til þess að Króatar fara með 2-1 forystu í hálfleikinn. pic.twitter.com/cmty3VftPY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 17, 2022